Reading náði jöfnu gegn Liverpool

Ívar Ingimarsson á hér í höggi við Fernando Torres í …
Ívar Ingimarsson á hér í höggi við Fernando Torres í leik Reading og Liverpool í kvöld. Reuters

Reading og Liverpool skildu jöfn, 1:1, í lokaleik dagsins í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu og liðin þurfa því að mætast á nýjan leik og þá á Anfield, heimavelli Liverpool.

Simon Church kom Reading yfir á 24. mínútu leiksins en 12 mínútum síðar jafnaði Steven Gerrard metin og þar við sat. Leikmenn Reading báru enga virðingu fyrir úrvalsdeildarliðinu. Þeir börðust hetjulega og Reading var heilt yfir sterkari aðilinn en Liverpool tefldi fram öflugu liði sem í voru menn eins og Steven Gerrard, Fernando Torres, Jamie Carragher og Pepe Reina.

Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson léku allan tímann fyrir Reading og stóðu sig vel. Ívar og Brynjar voru fastir fyrir í vörninni og Gylfi Þór var virkilega sprækur og var einn besti leikmaður Reading í leiknum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert