Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gæti átt refsingu yfir höfði sér eftir að hann úthúðaði dómaranum Chris Foy í kjölfar 0:1 ósigurs í bikarnum á móti 2. deildar liðinu Leeds á Old Trafford. Ferguson er æfur yfir því að uppbótartíminn hafi „aðeins“ verið 5 mínútur.
„Dómarinn gaf aðeins fimm mínútur í uppbótartíma. Það er móðgun við leikinn og við leikmennina á vellinum,“ sagði Ferguson um frammistöðu Foy í leiknum.
Enska knattspyrnusambandið hefur þegar ávítt Ferguson fyrir þau ummæli hans að Alan Wiley væri ekki í nógu góðu líkamlegu ásigkomulagi til að dæma knattspyrnuleik.