Leeds sló Manchester United út úr bikarnum

Jermaine Beckford fagnar marki sínu á Old Trafford í dag …
Jermaine Beckford fagnar marki sínu á Old Trafford í dag ásamt félögum sínum. Reuters

Það urðu heldur betur óvænt úrslit á Old Trafford í dag þegar topplið 2. deildar, Leeds United, sló Englandsmeistara Manchester United út í ensku bikarkeppninni. Leeds hafði betur, 1:0, og skoraði Jermaine Beckford sigurmarkið á 19. mínútu. Þetta er fyrsti sigur Leeds á Old Trafford í 29 ár.

Manchester United sótti linnulítið síðasta stundarfjórðunginn en liðsmenn Leeds börðust hetjulega og uppskáru frábæran sigur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka