Ferguson fór ekki yfir strikið

Alex Ferguson bendir á klukku sína undir lok leiksins við …
Alex Ferguson bendir á klukku sína undir lok leiksins við Leeds. Reuters

Enska knattspyrnusambandið telur að Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafi ekki farið yfir strikið í ummælum sínum um Chris Foy dómara eftir leik liðsins gegn Leeds í bikarkeppninni í gær. Hann á því ekki bann yfir höfði sér eins og vangaveltur voru um.

Foy bætti fimm mínútum við leiktímann í gær en Ferguson var engan veginn sáttur við það og vildi lengri uppbótartíma. Hann sagði eftir leikinn að sex innáskiptingar og miklar tafir hefðu gefið tilefni til lengri tíma. Fimm mínúturnar hefðu verið móðgun, og með þeim orðum var talið að hann væri á hálum ís.

Ferguson er á skilorði eftir að hann sagði að Alan Wiley dómari væri ekki í ástandi til að dæma fótboltaleiki eftir leik gegn Sunderland fyrr á tímabilinu. Þá fékk hann fjögurra leikja bann, þar af tvo leiki skilorðsbundna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert