Simon Grayson knattspyrnustjóri Leeds United vísar þeim vangaveltum á bug að hann sé á leið frá félaginu. Grayson, sem stýrði Leeds í glæsilegum sigri á Manchester United í bikarnum í gær, hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Burnley fari svo að Owen Coyle yfirgefi liðið og taki við starfi hjá Bolton.
,,Hugur minn er hjá Leeds. Það hefur aldrei verið efi um það í mínum augum. Ég fór frá Blackpool fyrir ári síðan til að taka við liðið sem ég held með. Leeds er frábært félag og ég er ekki áhugasamur að taka við öðru liði,“ sagði Grayson við fréttavef Sky en lærsveinar hans eru með örugga forystu í ensku 2. deildinni og mæta Tottenham í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.