Coyle tekinn við Bolton

Owen Coyle er nýr stjóri Bolton.
Owen Coyle er nýr stjóri Bolton. Reuters

Owen Coyle var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Bolton, sem Grétar Rafn Steinsson leikur með. Það var gert í framhaldi af því að samkomulag náðist við Burnley um bætur vegna ráðningar hans en Coyle var samningsbundinn Burnley út næsta tímabil.

Coyle fær nægan tíma til að kynnast nýjum lærisveinum því leik liðsins við Sunderland sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað. Fyrsti leikur Bolton undir hans stjórn verður því gegn Arsenal á heimavelli sunnudaginn 17. janúar.

„Owen var okkar fyrsti valkostur og við erum hæstánægðir með að hann skuli vera kominn aftur til félagsins, nú sem knattspyrnustjóri," sagði Phil Gartside, stjórnarformaður Bolton, á  vef félagsins.

Coyle, sem er 43 ára gamall Íri, lék með Bolton í háflt þriðja ár á síðasta áratug 20. aldarinnar, og samningurinn sem hann undirritaði í dag er einmitt til hálfs þriðja árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert