Drogba bestur í Afríku 2009

Didier Drogba átti gott ár 2009.
Didier Drogba átti gott ár 2009. Reuters

Didier Drogba, leikmaður Chelsea og landsliðs Fílabeinsstrandarinnar, var í dag útnefndur knattspyrnumaður ársins í Afríku 2009, í árlegu kjöri BBC.

Það eru knattspyrnuáhugamenn víðsvegar að úr heiminum sem kjósa í kjörinu og niðurstaðan var kynnt í beinni útsendingu frá Angóla í dag en þar hefst úrslitakeppni Afríkumótsins á sunnudaginn.

Drogba átti mjög gott ár, bæði með Chelsea og landsliði sínu. Hann varð bikarmeistari með Chelsea í vor, Fílabeinsströndin komst í úrslit HM og Afríkumótsins, og Drogba er nú markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 14 mörk. Þá hefur hann látið til sín taka í góðgerðamálum, í heimalandi sínu og víðar í Afríku, og m.a. barist fyrir aukinni menntun og gegn útbreiðslu alnæmis.

Næstir á eftir Drogba í kjörinu voru Samuel Eto'o frá Kamerún, Michael Essien frá Gana, Yaya Toure frá Fílabeinsströndinni og Trésor Mputu Mabi frá Kongó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert