Coyle hirðir starfslið af Burnley

Owen Coyle er ekki sá eini sem er farinn frá …
Owen Coyle er ekki sá eini sem er farinn frá Burnley. Reuters

Það var ekki nóg fyrir Burnley að missa knattspyrnustjórann Owen Coyle yfir til nágrannanna og keppinautanna í  Bolton Wanderers. Starfsliði Burnley hefur nú fækkað enn því bæði þjálfari aðalliðsins og markvarðaþjálfarinn ætla að fylgja Coyle yfir til Bolton.

Það eru Steve Davis þjálfari og Phil Hughes markvarðaþjálfari sem þar um ræðir en þeir eru farnir frá Burnley, að því er staðfest var á vef félagsins í dag. Davis hafði tekið við stjórn liðsins tímabundið eftir að Coyle hvarf á braut og átti að stýra því gegn Stoke í gær. Þeim leik  var frestað, og líklega eins gott fyrir Burnley.

Þá er uppi kvittur í enskum fjölmiðlum um að Coyle ætli að freista þess að fá tvo leikmenn Burnley til sín en það eru varnarmaðurinn Tyrone Mears og kantmaðurinn Chris Eagles.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert