Voronin til Dinamo Moskva

Rafael Benítez er nú búinn að losa sig við Andriy …
Rafael Benítez er nú búinn að losa sig við Andriy Voronin. Reuters

Úkraínski knattspyrnumaðurinn Andriy Voronin yfirgaf enska félagið Liverpool í dag eftir hálfs þriðja árs dvöl þar og gekk til liðs við rússneska félagið Dinamo Moskva. Þar samdi hann til þriggja ára.

Voronin, sem er þrítugur sóknarmaður, kom til Liverpool frá Bayer Leverkusen sumarið 2007 en náði sér aldrei á strik á Anfield. Hann náði aðeins að spila samtals 40 leiki með liðinu á þessum tíma, 25 þeirra í úrvalsdeildinni, og skoraði 5 mörk í deildinni.

Hann var lánaður  til Herthu Berlín í Þýskalandi síðasta vetur og gekk þar öllu betur og skoraði 11 mörk í 20 deildaleikjum fyrir félagið.

Liverpool fékk Voronin á frjálsri sölu á sínum tíma en Rússarnir greiða nú fyrir hann tæpar tvær milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert