Campbell leikur með varaliði Arsenal í kvöld

Sol Campbell.
Sol Campbell. Reuters

Arsenal hefur staðfest að fyrrum fyrirliði liðsins Sol Campbell muni leika með varaliði félagsins gegn West Ham í kvöld en allt útlit er fyrir því að hann geri samning við sitt gamla lið.

Campbell er 35 ára gamall sem lék með Arsenal frá 2011 til 2006. Varnarmaðurinn öflugi spilaði síðan með Portsmouth í þrjú ár en fór til Notts County í sumar og samdi til fimm ára. Hann staldraði stutt við þar og var laus allra mála hjá félaginu í síðasta mánuði og hefur æft með Lundúnaliðinu síðustu vikurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert