Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool hóf vikulegan fréttamannafund á Anfield í dag á því að biðja stuðningsmenn Liverpool afsökunar á slöku gengi liðsins.
Hvorki hefur gengið né rekið hjá Liverpool síðustu vikurnar og eftir tapið gegn Reading í 3. umferð ensku bikarkeppninnar eru þeir margir sem telja að Benítez eigi að hverfa á braut. Hann vildi þó ekkert tjá sig um stöðu sína heldur einblína á leikinn gegn Stoke sem fram fer í hádeginu á morgun.
,,Nokkrar staðreyndir. Við erum ekki að spila vel og okkur það tekur sárt fyrir okkar stuðningsmenn. Við vitum að í hverri viku geta hlutirnir breyst í fótboltanum og við verðum að vera bjartsýnir á að við getum bætt okkur. Stoke er fyrsta tækifærið sem við fáum til að bæta okkur og við munum reyna að gera það,“ sagði Benítez.,“ sagði Benítez, sem neitaði að tjá sig um framtíð sína hjá félaginu.
,,Við viljum vera einbeittir og það er betra fyrir okkur að tala um fótbolta. Við megum ekki tala of mikið um aðra hluti,“ sagði Benítez.