Torres: Eigendurnir verða að kaupa leikmenn

Torres á hér í höggi við Ívar Ingimarsson.
Torres á hér í höggi við Ívar Ingimarsson. Reuters

Fernando Torres framherji Liverpool hefur biðlað til eiganda félagsins um að kaupa nýja leikmenn. Liverpool er úr leik í Meistaradeildinni, féll úr bikarnum í fyrrakvöld og á litla möguleika á að blanda sér í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn.

,,Þetta er pirrandi. Við urðum í öðru sæti á síðustu leiktíð. Á þessu tímabili ætluðum við að gera enn betur. Manchester United seldi Carlos Tévez og Cristiano Ronaldo og Chelsea keypti engan leikmann. En þetta hefur ekki hjálpað okkur.

Nú er röðin kominn að eigendum félagsins. Þeir verða að kaupa nýja leikmenn. Ef við viljum keppa við United og Chelsea þá þurfum við að hafa betri leikmannahóp. Við þurfum að fá til okkar fleiri toppleikmenn og við megum ekki láta þá bestu frá okkur,“ segir Torres í viðtali við knattspyrnutímaritið Four-Four-Two.

,,Við vildum ekki vinna Evrópudeildina í upphafi tímabilsins en nú er það veruleikinn. Við verðum að vinna þá keppni. Ef það tekst ekki þá verður það skelfilegt. Við þurfum að bæta okkur, taka meiri ábyrgð og við þurfum að koma okkur í hóp fjögurra efstu og vinna eitthvað,“ segir Spánverjinn, sem er enn og aftur kominn á sjúkralistann en hann verður frá keppni næstu sex vikurnar vegna meiðsla í hné.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert