Huth tryggði Stoke stig gegn Liverpool

Mamady Sidibe leikmaður Stoke stekkur hér yfir Sotirios Kyrgiakos á …
Mamady Sidibe leikmaður Stoke stekkur hér yfir Sotirios Kyrgiakos á Britannia vellinum í dag. Reuters

Stoke og Liverpool skildu jöfn, 1:1, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni sem var að ljúka á Britannia. Grikkinn Sotirios Kyrgiakos kom Liverpool yfir snemma í seinni hálfleik en undir lok leiksins jafnaði Robert Huth metin fyrir Stoke. Á lokasekúndunum munaði engu að Liverpool skoraði sigurmarkið en skalli Dirk Kuyt fór í stöngina.

90. Leik lokið.

87. MARK!! Þjóðverjinn Robert Huth jafnar metin með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu.

57.MARK!! Grikkinn Sotirios Kyrgiakos er búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Markið skoraði af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Aurelio.

45. Hálfleikur á Britannia. Staðan er, 0:0, í mjög svo tilþrifalitlum leik. Engin marktækifæri hafa litið dagsins ljós og leikurinn hefur einkennst af baráttu og mistökum á báða bóga.

25. Liverpool hefði með réttu átt að fá dæmda vítaspyrnu þegar brotið var á Lucas Leiva en dómarinn Lee Mason vildi meina að Lucas hefði látið sig falla og gaf honum gult spjald fyrir leikaraskap.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert