Talsverðar líkur eru á því að Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, spili sinn fyrsta leik í þrjá mánuði annað kvöld þegar United sækir heim grannana í Manchester City. Það er fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum deildabikarsins.
Ferdinand hefur glímt við þrálát bakmeiðsli og síðasti leikur hans, og sjá sjöundi á þessu tímabili, var gegn Liverpool í október. Hann hefur æft af krafti undanfarna daga og er talinn eiga góða möguleika á að spila annað kvöld.
Þá er ekki útilokað að Nemanja Vidic, hinn aðalmiðvörður United, verði líka leikfær en hann hefur verið frá keppni allan þennan mánuð.