Halsey af stað eftir krabbamein

Mark Halsey ræðir við leikmenn Chelsea eftir að hafa rekið …
Mark Halsey ræðir við leikmenn Chelsea eftir að hafa rekið fyrirliðann John Terry af velli. Reuters

Mark Halsey, einn kunnasti knattspyrnudómari Englendinga, er byrjaður að æfa á ný eftir að hafa greinst með krabbamein síðasta sumar. Hann vonast til þess að dæma á ný í úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Halsey, sem er 48 ára gamall, dæmdi leik Everton og Arsenal í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í ágúst en greindist með krabbamein í hálsi tveimur dögum síðar. Hann fór í uppskurð og meðferð, og fékk nú um áramótin jákvæðar fréttir og heimild til að byrja að æfa á ný.

Halsey hefur dæmt í úrvalsdeildinni frá árinu 1999 og er atvinnudómari eins og aðrir í deildinni, en rekur auk þess ítalskan veitingastað í nágrenni heimabæjar síns, Bolton. Hann hefur verið dómari frá árinu 1989 en var áður leikmaður með nokkrum enskum utandeildaliðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert