Tévez tryggði City sigur á United

Carlos Tévez, tvö mörk gegn sínum gömlu félögum.
Carlos Tévez, tvö mörk gegn sínum gömlu félögum. Reuters

Manchester City sigraði Manchester United, 2:1, í undanúrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu í kvöld en þetta var fyrri viðureign liðanna og fór fram á Borgarleikvanginum, heimavelli City.

United komst yfir á 17. mínútu. Shay Given markvörður City varði frá Wayne Rooney en Ryan Giggs fylgdi á eftir og skoraði af örstuttu færi, 0:1.

City fékk vítaspyrnu á 42. mínútu þegar Craig Bellamy féll í vítateignum. Carlos Tévez skoraði með föstu skoti, 1:1, en leikmenn United mótmæltu vítaspyrnudómnum harkalega.

Carlos Tévez var aftur á ferð gegn sínum gömlu félögum á 65. mínútu þegar hann skoraði með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu, 2:1.

Lið Man. City: Given - Richards, Zabaleta, Garrido, Kompany, Boyata, Wright-Phillips, Barry, De Jong, Tévez, Bellamy.
Varamenn: Taylor, Onuoha, Sylvinho, Ireland, Petrov, Robinho, Benjani.

Lið Man. Utd: Van der Sar - Rafael, Brown, Evans, Evra, Valencia, Fletcher, Anderson, Carrick, Giggs, Rooney.
Varamenn: Kuszczak, Neville, Fabio, Park, Scholes, Owen, Diouf.

Blackburn og Aston Villa eru einnig í undanúrslitum keppninnar og Villa vann fyrri leikinn á heimavelli Blackburn, 1:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert