Liverpool sigraði Tottenham, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í kvöld. Það var Hollendingurinn Dirk Kuyt sem skoraði bæði mörkin, í byrjun og lok leiksins.
Tottenham er áfram í 4. sæti deildarinnar með 38 stig en Liverpool er nú komið í 6. sætið með 37 stig.
Liverpool byrjaði frábærlega því strax á 6. mínútu skoraði Dirk Kuyt, með skoti af 20 metra færi eftir sendingu frá Alberto Aquilani, 1:0.
Á fyrstu mínútu í uppbótartíma fékk Liverpool vítaspyrnu þegar Sebastien Bassong braut á David Ngog. Dirk Kuyt tók vítaspyrnuna og skoraði, 2:0.
Liðin voru þannig skipuð:
Liverpool: Reina, Carragher, Skrtel, Kyrgiakos, Insua, Degen, Mascherano, Lucas, Riera, Aquilani, Kuyt.
Varamenn: Cavalieri, Maxi, Babel, Ngog, Spearing, Darby, Pacheco.
Tottenham: Gomes, Corluka, Dawson, King, Bale, Modric, Jenas, Palacios, Kranjcar, Crouch, Defoe.
Varamenn: Alnwick, Hutton, Pavlyuchenko, Keane, Giovani, Bassong, Rose.