Villa á Wembley eftir 6:4 sigur

Chris Samba brýtur á Gabriel Agbonlahor, sóknarmanni Aston Villa, í …
Chris Samba brýtur á Gabriel Agbonlahor, sóknarmanni Aston Villa, í leiknum í kvöld. Samba fékk rauða spjaldið og Villa vítaspyrnu sem James Milner skoraði úr. Reuters

Aston  Villa leikur til úrslita í enska deildabikarnum í knattspyrnu en liðið vann sigur á Blackburn Rovers, 6:4, í ótrúlegum leik á Villa Park í Birmingham í kvöld. Villa, sem lenti 0:2 undir snemma leiks, vann þar með viðureign liðanna 7:4 samanlagt og mætir annaðhvort Manchester City eða Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley.

Blackburn fékk óskabyrjun því Nikola Kalinic skoraði strax á 10. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Staðan 0:1 og þar með 1:1 samanlagt.

Kalinic var aftur á  ferð á 26. mínútu, skoraði af stuttu færi eftir að Brad Guzan varði glæsilega frá Martin Olsson. Staðan 0:2 og 1:2 samanlagt.

Aston  Villa náði að svara fljótt fyrir sig því á 30. mínútu skoraði bakvörðurinn Stephen Warnock með þrumuskoti eftir fyrirgjöf frá Ashley Young. Staðan 1:2 og 2:2 samanlagt.

Leikurinn snerist heldur betur Aston Villa í hag á 40. mínútu. Þá var Chris Samba, miðvörður Blackburn, rekinn af velli og dæmd vítaspyrna sem James Milner skoraði úr. Staðan 2:2 og 3:2 samanlagt.

Aston Villa náði forystunni á 53. mínútu. Richard Dunne náði að pota boltanum í netið eftir hornspyrnu frá Stewart Downing. Staðan 3:2 og 4:2 samanlagt.

Á 57. mínútu skoraði Gabriel Agbonlahor fjórða mark Villa, breytti þá stefnu boltans eftir skot frá James Milner. Staðan 4:2 og 5:2 samanlagt. Villa er á leið á Wembley.

Emile Heskey bætti við marki fyrir Villa á 62. mínútu eftir sendingu frá Milner, 5:2 og 6:2 samanlagt.

Martin Olsson var fljótur að svara fyrir Blackburn, minnkaði muninn á 63. mínútu með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Ótrúlegur markaleikur. Staðan 5:3 og 6:3 samanlagt.

Tíu leikmenn Blackburn gáfust ekki upp og á 85. mínútu skoraði Brett Emerton. Staðan 5.4 og 6:4 samanlagt.

Ashley Young innsiglaði sigur Aston Villa í uppbótartíma. Staðan 6:4 í leiknum og 7:4 samanlagt.

Liðin voru þannig skipuð:

Aston Villa: Guzan, Cuellar, Dunne, Collins, Warnock, Petrov, Milner, Downing, Ashley Young, Agbonlahor, Heskey.
Varamenn: Friedel, Luke Young, Sidwell, Albrighton, Delfouneso, Delph, Beye.
Blackburn: Robinson, Chimbonda, Samba, Nelsen, Givet, Emerton, Nzonzi, Pedersen, Olsson, Dunn, Kalinic.
Varamenn: Brown, McCarthy, Reid, Andrews, Hoilett, Di Santo, Salgado.

Nikola Kalinic kom Blackburn snemma í 2:0 og fagnar hér …
Nikola Kalinic kom Blackburn snemma í 2:0 og fagnar hér fyrra markinu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka