Redknapp: Van Nistelrooy of dýr

Ruud van Nistelrooy er of dýr fyrir Tottenham.
Ruud van Nistelrooy er of dýr fyrir Tottenham. Reuters

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur dregið sitt félag útúr baráttunni um að fá hollenska sóknarmanninn Ruud van Nistelrooy í sínar raðir. Hann segir að þær launahugmyndir sem séu í umræðunni komi ekki til greina hjá Tottenham.

Nýr eigandi West Ham hefur skýrt frá því að hann hafi boðið ónafngreindum framherja 100 þúsund pund í laun á viku og ljóst þykir að hann eigi við van Nistelrooy.

„Við borgum ekki slík laun. Þetta myndi brjóta algjörlega upp launakerfið okkar. Stjórnarformaður félagsins rekur það á réttan hátt og myndi aldrei greiða þessar upphæðir," sagði Redknapp við BBC.

Þar með virðist sem West Ham og Hamburger SV í Þýskalandi séu eftir í slagnum um Hollendinginn en óstaðfestar fregnir herma að hann hafi þegar hafnað boði West Ham.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert