Stoke sló Arsenal út úr bikarnum

Cesc Fabregas er í liði Arsenal þó margir lykilmenn séu …
Cesc Fabregas er í liði Arsenal þó margir lykilmenn séu hvíldir. Reuters

Stoke City gerði sér lítið fyrir og vann sigur á Arsenal í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag með 3:1 sigri á heimavelli sínum Britannia. Þar með verður Stoke í hattinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar um sexleytið í dag. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Stoke beitti sínu skæðasta vopni strax á 2. mínútu þegar Rory Delap tók innkast og grýtti boltanum inn í vítateig þar sem að Ricardo Fuller skoraði með góðum skalla og kom heimamönnum í 1:0.

Denilson jafnaði metin í 1:1 á 42. mínútu með skoti af vítateigsboganum en boltinn fór af varnarmanni Stoke og í netið.

Ricardo Fuller náði forystunni á nýjan leik fyrir Stoke og kom liðinu í 2:1 þegar hann skallaði boltann öðru sinni í netið eftir fyrirgjöf frá hægri á 78. mínútu.

Dean Whitehead gulltryggði svo sigur Stoke með viðstöðulausu skoti úr vítateignum eftir fyrirgjöf frá vinstri á 86. mínútu sem kom heimamönnum í 3:1.

Liðin voru þannig skipuð: 

Stoke: Sörensen, Huth, Shawcross, Higginbotham, Collins, Delap, Whitehead, Whelan, Etherington, Sidibe, Fuller.
Varamenn: Simonsen, Lawrence, Beattie, Pugh, Diao, Sanli, Wilkinson.

Arsenal: Fabianski, Coquelin, Campbell, Silvestre, Traore, Eastmond, Denilson, Fabregas, Walcott, Emmanuel-Thomas, Vela.
Varamenn: Mannone, Rosicky, Eduardo, Ramsey, Arshavin, Bartley, Frimpong.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert