Rooney segist ekki á förum

Wayne Rooney skorar eitt af fjórum mörkum sínum gegn Hull …
Wayne Rooney skorar eitt af fjórum mörkum sínum gegn Hull á laugardaginn. Reuters

Wayne Rooney, enski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, segir að það sé notalegt að heyra að stóru liðin á Spáni skuli hafa áhuga á sér en Manchester United sé og verði sitt félag.

Rooney hefur oft verið orðaður við spænsku liðin, sérstaklega Real Madrid uppá síðkastið, og Barcelona hefur einnig verið nefnt til sögunnar.

„Það eru alltaf einhverjar vangaveltur í gangi og það er notalegt þegar talað er vel um mann. En eins og ég hef oft sagt áður er ég leikmaður Manchester United og mér líður afskaplega vel hérna. Vonandi verðum við meistarar aftur í ár, og skrifum nöfn okkar í sögubækurnar sem fyrsta liðið til að vinna titilinn fjögur ár í röð," sagði Rooney á vef félagsins í kvöld.

Wayne Rooney er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur með 19 mörk en hann skoraði öll fjögur mörk United þegar liðið vann Hull á laugardaginn, 4:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert