Eiður í stað McCarthys?

Eiður Smári Guðjohnsen er enn orðaður við ensku liðin.
Eiður Smári Guðjohnsen er enn orðaður við ensku liðin. www.asm-fc.com

Enskir fjölmiðlar segja í dag að Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers, einbeiti sér nú að því að fá Eið Smára Guðjohnsen lánaðan frá Mónakó eftir að ljóst varð að Benni McCarthy væri á förum frá félaginu, væntanlega til West Ham.

Eiður hefur þráfaldlega verið orðaður við West Ham að undanförnu en ef marka má ensku blöðin eru McCarthy og James Beattie hjá Stoke þeir sóknarmenn sem West Ham er að reyna að fá í sínar raðir þessa dagana.

Allardyce þekkir vel til Eiðs Smára sem lék undir hans stjórn hjá Bolton fyrir rúmum áratug. Allardyce seldi hann síðan til Chelsea sumarið 2000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert