Tottenham styrkti í kvöld stöðu sína í baráttunni um fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með því að sigra Fulham, 2:0, á meðan Liverpool gerði markalaust jafntefli við Wolves. Portsmouth og West Ham skildu jöfn, 1:1, og Bolton komst úr fallsæti með sigri á Burnley, 1:0. Margir Íslendingar voru á ferð í 1. deildinni og þar brást Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Reading bogalistin í vítaspyrnu.
Tottenham er með 41 stig í 4. sæti deildarinnar, Liverpool er með 38 stig og Manchester City 38 í fimmta og sjötta sætinu.
Þannig gengu leikir kvöldsins fyrir sig:
19.45 Wolves - Liverpool 0:0 - leik lokið
Wolves: Hahnemann, Zubar, Craddock, Berra, Ward, Foley, Henry, Mancienne, Jarvis, Milijas, Doyle.
Varamenn: Hennessey, Stearman, David Jones, Vokes, Iwelumo, Mujangi Bia, Guedioura.
Liverpool: Reina, Carragher, Skrtel, Kyrgiakos, Insua, Maxi, Mascherano, Lucas, Riera, Gerrard, Kuyt.
Varamenn: Cavalieri, Aquilani, Babel, Ngog, Degen, Darby, Pacheco.
19.45 Portsmouth - West Ham 1:1 - leik lokið
15. Hermann lagði upp dauðafæri fyrir Frederic Piquionne, sem hitti ekki boltann!
52. Matthew Upson kemur West Ham yfir, 0:1.
76. Danny Webber jafnar fyrir Portsmouth eftir sendingu frá John Utaka.
Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Portsmouth.
Portsmouth: Begovic, Finnan, Kaboul, Wilson, Hermann, Basinas, Mokoena, Mullins, Boateng, Piquionne, Utaka.
Varamenn: Ashdown, Vanden Borre, Webber, Hughes, Ben-Haim, Ritchie.
West Ham: Green, Faubert, Tomkins, Upson, Spector, Collison, Kovac, Noble, Behrami, Diamanti, Nouble.
Varamenn: Stech, Cole, Jimenez, Sears, Da Costa, Daprela, Stanislas.
20.00 Bolton - Burnley 1:0 - leik lokið
35. Chung-Yong Lee kemur Bolton yfir, 1:0, eftir sendingu frá Kevin Davies.
Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton.
Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Burnley.
Bolton: Jaaskelainen, Cahill, Muamba, Taylor, Knight, K Davies, Grétar Rafn, Klasnic, Ricketts, Cohen, Lee.
Varamenn: Samuel, Robinson, Elmander, Gardner, A O'Brien, Weiss, Habsi.
Burnley: Jensen, Mears, Carlisle, Duff, Kalvenes, Alexander, McCann, Eagles, Nugent, Fletcher, Elliott.
Varamenn: McDonald, Paterson, Edgar, Blake, Thompson, Nimani, Penny.
20.00 Tottenham - Fulham 2:0 - leik lokið
28. Peter Crouch kemur Tottenham í 1:0 eftir sendingu frá Luka Modric.
60. David Bentley kemur Tottenham í 2:0, beint úr aukaspyrnu, með skoti í varnarmann og inn.
Tottenham: Gomes, Bale, Dawson, King, Corluka, Bentley, Huddlestone, Palacios, Modric, Crouch, Defoe.
Varamenn: Alnwick, Hutton, Bassong, Jenas, O'Hara, Rose, Keane.
Fulham: Schwarzer, Hangeland, Baird, Hughes, Smalling, Gera, Murphy, Duff, Riise, Dikgacoi, Zamora.
Varamenn: Zuberbuhler, Kallio, Greening, Davies, Nevland, Elm.
ÍSLENDINGALIÐ Í 1. DEILD:
19.45 Barnsley - Leicester 1:0 - leik lokið
Emil Hallfreðsson var varamaður hjá Barnsley og kom ekkert við sögu.
19.45 Plymouth - Derby 1:0 - leik lokið
Kári Árnason lék allan leikinn með Plymouth.
19.45 Sheffield United - Reading 3:0 - leik lokið.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson kemur inní byrjunarlið Reading og þar eru Ívar Ingimarsson og Gylfi Þór Sigurðsson en Brynjar Björn Gunnarsson er ekki í leikmannahópnum.
29. Ívar hársbreidd frá því að jafna metin en skalli hans af markteig var varinn.
40. Gylfi fékk gullið færi til að jafna en markvörður Sheffield United varði frá honum vítaspyrnu. Í kjölfarið komst heimaliðið í 2:0.
63. Gunnari Heiðari Þorvaldssyni skipt af velli hjá Reading.
Ívar og Gylfi léku allan leikinn með Reading.
19.45 Swansea - Coventry 0:0 - leik lokið
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Coventry.
2. DEILD:
19.45 Hartlepool - Gillingham 1:1 - leik lokið
Ármann Smári Björnsson var varamaður hjá Hartlepool og kom ekki við sögu.