Tottenham lengi með Eið í sigtinu

Eiður Smári er sagður ákveða sig innan tveggja sólarhringa.
Eiður Smári er sagður ákveða sig innan tveggja sólarhringa. mbl.is/Eggert

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur haft augastað á Eiði Smára Guðjohnsen í nokkurn tíma, að því er fram kemur á íþróttavef BBC í kvöld.

BBC segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Tottenham verið í viðræðum um að fá Eið í sínar raðir í nokkrar vikur. Eftir viðræður í dag sé orðið mun líklegra að Eiður fari til Tottenham en West Ham, og talið sé að Eiður muni taka ákvðrðun um hvort félagið hann velji innan tveggja sólarhringa.

Ennfremur er sagt í umfjöllun BBC að litið sé á Eið sem fjölhæfan leikmann sem geti fyllt í margar stöður, og þurfi því ekki að koma í staðinn fyrr neinn sérstakan leikmann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert