„Hef pínt mig í síðustu leikjum“

Hermann Hreiðarsson leikmaður Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson leikmaður Portsmouth. Reuters

Landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu, Hermann Hreiðarsson, fór meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik þegar lið hans Portsmouth tapaði gegn Manchester City í gær, 2:0, þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni. Talið er að varnarmaðurinn öflugi verði frá keppni næstu tvær vikurnar af þessum sökum en það eru meiðsli í hásin á hægri fæti sem plaga kappann.

„Þetta hefur verið að angra mig í svolítinn tíma. Ég hef verið að pína mig í síðustu leikjum og svo var ég að taka einhvern sprett þarna í dag, ef sprett skyldi kalla, og fannst þá eins og að það rifnaði eitthvað. Venjulega jafnar þetta sig á nokkrum mínútum en þessi verkur var kominn til að vera þannig að ég gat ekkert hlaupið lengur. En ég vona alla vega að þetta vari ekki lengur en tvær vikur,“ sagði Hermann við Morgunblaðið í gær.

Hermann bar fyrirliðabandið í leiknum í gær í fjarveru Michael Brown en nú er útlit fyrir að hann missi af næstu þremur til fjórum leikjum liðsins. Það er ekki til að bæta skelfilega stöðu Portsmouth sem er í botnsæti deildarinnar með aðeins 15 stig, fimm stigum á eftir Hull og Burnley sem eru í næstu sætum fyrir ofan en næsti leikur Portsmouth er gegn Fulham á miðvikudaginn.

Leikmenn ættu að fá borgað í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert