Nicolas Anelka framherji Chelsea segist ekki vera búinn að afskrifa Arsenal í baráttunni um enska meistaratitilinn en liðin eigast við í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge á sunnudaginn. Chelsea trónir á toppi deildarinnar með 55 stig, Manchester United hefur 54 og Arsenal 49.