Chelsea bárust þær góðu fregnir nú síðdegis frá íþróttadómstólnum í Sviss að félagið hafi ekki haft rangt við þegar það fékk í sínar raðir hinn unga Gael Kakuta frá franska liðinu Lens árið 2007.
Félagaskiptabann sem Alþjóða knattspyrnusambandið dæmdi Chelsea fram í janúar 2011 hefur þar með verið aflétt en Chelsea hafði áfrýjað úrskurði Alþjóða knattspyrnusambandsins til íþróttadómstólsins.