Roy Keane: Auðvelt að sparka í liggjandi mann

John Terry fyrirliði enska landsliðsins.
John Terry fyrirliði enska landsliðsins. Reuters

,,Ég held að Englendingar eigi góða möguleika á að vinna heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu í sumar hvort sem John Terry verður fyrirliði liðsins eða ekki," segir Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, í viðtali við enska blaðið Daily Mail í dag.

Um fátt annað er ritað í ensku blöðunum þessa dagana en meint framhjáhald John Terry fyrirliða enska landsliðsins og Chelsea og hvort hann eigi að fá að halda fyrirliðastöðunni hjá Englendingum.

,,Við gerum öll mistök og það er enginn geislabaugur yfir mínu höfði,“ segir Keane sem missti oft stjórn á skapi sínu og lendi í orðaskaki við dómara og knattspyrnuyfirvöld auk þess sem hann yfirgaf herbúðir írska landsliðsins á HM 2002.

,,Ég er ekki í neinni aðstöðu til að tjá mig um einkalíf annarra og það er mjög auðvelt að sparka í liggjandi mann. Ég ætla ekki að gera það en þegar þú ert fyrir sjónum almennings, eins og ég hef verið síðustu 10 til 15 ár, þá þarft þú að gæta þín.

,,Ég veit ekki hver vinnubröð Fabio Capello eru. Það eru allir að tala um fyrirliðastöðuna en þú þarft ekki að bera fyrirliðabandið til að vera fyrirliði. Mér finnst allt of mikið gert úr þessari fyrirliðastöðu landsliðsins.

Ef England ætlar sér að eiga einhverja möguleika á að vinna heimsmeistaratitilinn þá getur liðið ekki bara reitt sig á einn fyrirliða. Þeir eru nokkrir til staðar hvort sem það er Rio Ferdinand, Wayne Rooney eða einhver annar,“ segir Keane sem er knattspyrnustjóri Ipswich.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert