Rio Ferdinand tekur við fyrirliðabandinu af Terry

Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. Reuters

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Rio Ferdinand, leikmaður Englandsmeistara Manchester United, hafi verið skipaður nýr fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu í stað John Terry sem nú síðdegis sviptur fyrirliðastöðunni.

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður varafyrirliði, en bæði Ferdinand og Gerrard hafa borið fyrirliðabandið með enska landsliðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert