Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að franski sóknarmaðurinn Louis Saha hafði samþykkt að framlengja samning sinn við Everton um tvö ár en núgildandi samningur hans við liðið rennur út í sumar.
Saha, sem er 31 árs gamall, kom til Everton frá Manchester United árið 2008. Hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu en Frakkinn hefur skorað 13 mörk og hefur verið í fínu formi en meiðsli hafa sett töluvert mikið strik í reikninginn á ferli hans.
Þetta eru góðar fréttir fyrir Everton ekki síst fyrir grannaslaginn gegn Liverpool en liðin eigast við á Anfield í hádeginu á morgun.