Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði leikmönnum sínum fyrir góðan leik þegar þeir unnu stórsigur á Portsmouth, 5:0, á Old Trafford í dag og komust með sigrinum í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.
,,Við pressuðum Portsmouth stíft og vorum mikið með boltann en við höfðum þolinmæðina. Það er mjög mikilvægt að sýna þolinmæði þegar lið koma hingað og eru með marga menn í vörn. Portsmouth var komið hingað til að reyna að gera okkur erfitt fyrir en við náðum að brjóta ísinn rétt fyrir hálfleik og það skipti sköpum,“ sagði Ferguson.
,,Við vorum heppnir í öðru markinu og með því opnaðist leikurinn fyrir okkur í seinni hálfleik. Við vildum bæta við mörkum og tókst að gera það í þrígang, markið hans Berbatov frá snilldin ein,“ sagði Ferguson.