Ballack þreyttur á afsökunum Wengers

Michael Ballack og Cesc Fabregas í baráttu um boltann á …
Michael Ballack og Cesc Fabregas í baráttu um boltann á Stamford Bridge í gær. Reuters

Mihael Ballack, þýski miðjumaðurinn í liði Chelsea, segist vera orðinn þreyttur á sífelldum afsökunum Arsene Wengers knattspyrnustjóra Arsenal. Wenger sagði eftir ósigur sinna manna gegn Chelsea í gær að Arsenal hafði verið betri aðilinn í leiknum og hefði verðskuldað sigur.

,,Ef maður lítur á stöðuna núna þá lítur allt út fyrir það að þetta verði barátta á milli Manchester United og okkar um titilinn. Við vissum hvernig Arsenal myndi spila. Við gátum séð það eftir fyrsta leik okkar gegn Arsenal og einnig eftir leik liðsins á móti Manchester United. Þetta er alltaf sami leikstílinn,“ segir Ballack í viðtali við enska blaðið Daily Mail.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert