Beckham: Mun ekki fagna gegn United

David Beckham í leik með AC Milan.
David Beckham í leik með AC Milan. Reuters

David Beckham, sem nú er á mála hjá AC Milan, hefur heitið því að hann muni ekki fagna ef honum tekst að skora gegn Manchester United en Mílanóliðið mætir ensku meisturunum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fer fyrri leikurinn fram í Mílanó í næstu viku.

Beckham, sem lék 394 leiki fyrir Manchester United, segir það óviðeigandi að fagna gegn sínu gamla liðið en þetta verður í fyrsta sinn sem hann leikur gegn United frá því hann var seldur frá félaginu fyrir sjö árum.

,,Ég ber mikla virðingu fyrir Manchester United og stuðningsmönnunum og ég gæti ekki fagnað marki gegn United. Samskiptin sem ég á við stuðningsmennina eru enn þýðingarmikil fyrir mig. Ég gekk nokkrum sinnum í gegnum erfiða tíma en þeir studdu ávalt við bakið á mér.

Ég hefði ekki komist í gegnum allt án þeirra. Fyrir mér eru þeir bestu stuðningsmenn í heimi og sá stuðningur sem ég fékk frá þeim viku eftir viku var ótrúlegur,“ segir Beckham í viðtali við tímaritið Inside United.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert