Davies: Clattenburg á móti Bolton

Kevin Davies er ósáttur við Mark Clattenburg.
Kevin Davies er ósáttur við Mark Clattenburg. Reuters

Kevin Davies, sóknarmaður Bolton Wanderers, kveðst ekki hafa orðið undrandi þegar dómarinn Mark Clattenburg dæmdi af honum mark undir lok leiksins gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.

Davies virtist hafa tryggt Bolton sigur en hann hafði betur í skallaeinvígi við Brede Hangeland, norska miðvörðinn hjá Fulham, og skoraði með hörkuskalla. Clattenburg dæmdi hinsvegar aukaspyrnu á Davies og leikurinn endaði 0:0.

Leikmenn og stuðningsmenn Bolton voru steini lostnir yfir ákvörðun Clattenburgs en Davies kvaðst ekki vera hissa á henni.

„Ég reikna aldrei með neinu þegar hann dæmir leiki hjá okkur. Ég stökk bara hærra en Hangeland, hann féll við og veit best sjálfur að þetta var löglegt mark. Þegar ég sá hver myndi dæma leikinn vissi ég að ekkert yrði okkur í hag. Mér hefur alltaf fundist hann hafa horn í síðu okkar," sagði Davies við Sky Sports.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert