Heiðar Helguson skoraði fyrra mark Watford þegar liðið sigraði Bristol City, 2:0, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld en Íslendingaliðin voru öll í eldlínunni.
Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 63 mínúturnar fyrir Coventry sem bar sigurorð af Nottingham Forest, 1:0.
Emil Hallfreðsson lék fyrstu 58. mínúturnar með Barnsley sem varð að sætta sig við 2:1 tap á útivelli gegn Middlesbrough.
Reading sigraði Pymouth, 2:1, á heimavelli og skoraði Shane Long bæði mörkin, sigurmarkið úr vítaspyrnu á lokamínútunni. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan tímann fyrir Reading, Gunnar Heiðar Þorvaldsson sat á bekknum allan tímann en Gylfi Þór Sigurðsson get ekki leikið með Reading vegna meiðsla. Kári Árnason lék allan tímann fyrir Plymouth.