Arsenal lagði Liverpool - United náði stigi - Chelsea tapaði

Samir Nasri í baráttu við Maximiliano Rodriguez á Emirates Stadium …
Samir Nasri í baráttu við Maximiliano Rodriguez á Emirates Stadium í kvöld. Reutrs

Arsenal lagði Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Það var Abou Diaby sem skoraði sigurmarkið 20 mínútum fyrir leikslok. Aston Villa og Manchester United skildu jöfn, 1:1, á Villa Park en Tottenham, með Eið Smára í byrjunarliðinu, tapaði fyrir Wolves, 1:0. Everton gerði sér lítið fyrir og sigraði Chelsea, 2:1, og skoraði Louis Saha bæði mörk Everton.

Arsenal - Liverpool, 1:0 (leik lokið)
Abou Diaby er búinn að brjóta ísinn fyrir Arsenal með skallamarki á 72. mínútu eftir fyrirgjöf frá Tomas Rosicky.

Það er enn markalaust á Emirates en Daninn Nicklas Bendtner hefur fengið besta færi en hann skaut yfir markið á 29. mínútu.

Aston Villa - Man Utd, 1:1 (leik lokið)
29. United er orðið manni færri en Nani fékk beint rautt spjald fyrir harkalega tæklingu.

22. United er búið að jafna en eftir skot frá Ryan Giggs fór boltinn í varnarmanninn James Collins og þaðan í netið. Enn eitt sjálfsmarkið sem andstæðingar United skora á tímabilinu.

19. Spánverjinn Carlos Cuellar skallaði boltann snyrtilega yfir Edwin van der Sar markvörð Manchester United.

Wolves - Tottenham, 1:0 (leik lokið)
63. Eiður Smári Guðjohnsen er tekinn af velli

27. Heimamenn eru komnir yfir en David Jones skoraði fyrir Úlfanna skömmu eftir að Eiður Smári hafði lagt upp gott færi fyrir Jermain Defoe.

West Ham - Birmingham, 2:0 (leik lokið)
Carlton Cole er búinn að bæta öðru marki við fyrir West Ham en markið skoraði hann á 67. mínútu.

Heimamenn komust yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og skoraði Alessandro Diamanti markið með skoti beint úr aukaspyrnu.

Everton - Chelsea, 2:1 (leik lokið)
Louis Saha er búinn að koma Everton yfir með marki á 75. mínútu.

Heimamenn eru búnir að jafna metin og skoraði Louis Saha markið á 33. mínútu. 12. mark Frakkans í deildinni á tímabilinu.

Það tók Chelsea 17 mínútur að komast yfir á Goodison Park og var Frakkinn Florent Malouda þar af verki.

Blackburn - Hull, 1:0 (leik lokið)
Martin Olsson 16.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert