Benítez: Áttum að fá vítaspyrnu

Abou Diaby er hér að skora sigurmarkið á Emirates Stadium …
Abou Diaby er hér að skora sigurmarkið á Emirates Stadium í kvöld. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool er þeirrar skoðunar að lið hans hefði átt að fá dæmda vítaspyrnu undir lok leiksins gegn Arsenal í kvöld. Benítez þurfti að sætta sig við 1:0 tap og er lið hans í fjórða sæti, 8 stigum á eftir Arsenal.

Steven Gerrard tók aukaspyrnu rétt utan vítateigsins undir lok leiksins. Boltinn fór í hönd Cesc Fabregas en Howard Webb flautaði ekki og lét leikinn halda áfram.

,,Mér fannst þetta vera víti. Dómarinn sagði við okkar leikmenn að vera varkárir og fara ekki með hendurnar og fátt. Það er ótrúlegt eftir að hafa séð atvikið í sjónvarpi að það hafi farið framhjá dómaranum. Þetta voru mistök en leikurinn var erfiður á móti mjög góðu liði,“ sagði Benítez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert