Fulham gegn öðru Íslendingaliðanna

Chung-Yong Lee hjá Bolton og Gareth Bale hjá Tottenham í …
Chung-Yong Lee hjá Bolton og Gareth Bale hjá Tottenham í bikarslag liðanna í dag. Reuters

Það Íslendingaliðanna, Bolton eða Tottenham, sem kemst áfram í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu mætir Fulham á útivelli í átta liða úrslitum keppninnar. Dregið var til þeirra rétt í þessu.

Bolton og Tottenham skildu jöfn, 2:2, fyrr í dag þar sem Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton en Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki inná hjá Tottenham.

Stórleikur er í uppsiglingu ef Manchester City nær að vinna Stoke því þá bíður útileikur gegn sjálfum bikarmeisturum Chelsea á Stamford Bridge.

Íslendingaliðið Reading fær heimaleik við Aston Villa eða Crystal Palace ef því tekst að leggja WBA þegar liðin mætast aftur.

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth fengu heimaleik gegn Birmingham.

Bikardrátturinn fór sem sagt þannig:

Chelsea - Manchester City eða Stoke
Fulham - Bolton eða Tottenham
Reading eða WBA - Crystal Palace eða Aston Villa
Portsmouth - Birmingham

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert