Hvaða leiki eiga toppliðin eftir?

Alex Ferguson og Carlo Ancelotti. Lið þeirra eru í harðri …
Alex Ferguson og Carlo Ancelotti. Lið þeirra eru í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Reuters

Það eru flestir sem spá því að Chelsea og Manchester United muni bítast um Englandsmeistaratitilinn í ár en þegar 12 umferðum er ólokið er Chelsea með 58 stig í efsta sæti og meistarar Manchester United eru í öðru sæti með 57 stig. Arsenal hefur ekki gefið upp vonina en strákarnir hans Arsene Wengers eru í þriðja sætinu með 52 stig.

Tvö efstu liðin eiga eftir að mætast en Manchester United tekur á móti Chelsea laugardaginn 3. apríl og það gæti orðið úrslitaleikur deildarinnar.

Toppliðin þrjú eiga öll eftir að spila 12 leiki og til gamans er vert að rifja það upp hvaða leiki liðin eiga eftir.

Chelsea (58):

Heimaleikir: Man City, West Ham, Aston Villa, Bolton, Stoke, Wigan
Útileikir: Wolves, Portsmouth, Blackburn, Man Utd, Tottenham, Liverpool.

Manchester United (57):

Heimaleikir: West Ham, Fulham, Liverpool, Chelsea, Tottenham, Stoke.
Útileikir: Everton, Wolves, Bolton, Blackburn, Man City, Sunderland.

Arsenal (52):

Heimaleikir: Sunderland, Burnley, West Ham, Wolves, Man City, Fulham.
Útileikir: Stoke, Hull, Birmingham, Tottenham, Wigan, Blackburn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert