Porto sigraði Arsenal, 2:1, í fyrri viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu sem fram fór í Portúgal í kvöld. Í München vann Bayern sigur á Fiorentina, 2:1, þar sem Miroslav Klose skoraði sigurmarkið undir lokin.
Porto - Arsenal 2:1, leik lokið
12. Porto náði forystunni þegar Lukasz Fabianski markvörður Arsenal sló boltann klaufalega í eigið mark eftir fyrirgjöf frá Varela, 1:0.
19. Sjálfur varnarjaxlinn Sol Campbell jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu. Tomás Rosický skallaði boltann á Campbell sem skoraði af markteig, 1:1.
51. Skrautlegt mark og Porto kemst yfir á ný. Dæmd var óbeint aukaspyrna á Fabianski eftir að hann tók boltann með höndum eftir sendingu samherja. Portomenn tóku spyrnuna strax, á meðan Arsenalmenn voru óviðbúnir, og Falcao renndi boltanum í netið einn gegn Fabianski! 2:1.
Porto: Helton, Fucile, Rolando, Bruno Alves, Pereira, Ruben Micael, Fernando, Raul Meireles, Varela, Falcao, Hulk.
Varamenn: Beto, Guarin, Belluschi, Gonzalez, Maicon, Costa, Miguel Lopes.
Arsenal: Fabianski, Sagna, Campbell, Vermaelen, Clichy, Diaby, Denilson, Fabregas, Rosický, Bendtner, Nasri.
Varamenn: Mannone, Vela, Walcott, Ramsey, Silvestre, Eboue, Traore.
Bayern München - Fiorentina 2:1, leik lokið
45. Arjen Robben, 1:0 (víti)
50. Per Kröldrup, 1:1
73. Massimo Gobbi, Fiorentina, fær rautt spjald
89. Miroslav Klose, 2:1
Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Badstuber, Robben, Van Bommel, Schweinsteiger, Ribéry, Gomez, Muller.
Varamenn: Rensing, Altintop, Olic, Klose, Pranjic, Contento, Tymoschuk.
Fiorentina: Frey, De Silvestri, Kroldrup, Natali, Gobbi, Montolivo, Bolatti, Marchionni, Jovetic, Vargas, Gilardino.
Varamenn: Avramov, Donadel, Felipe, Pasqual, Comotto, Keirrison, Carraro.