Vieira ákærður fyrir brot í Stoke-leiknum

Patrick Vieira í baráttu við Liam Lawrence hjá Stoke í …
Patrick Vieira í baráttu við Liam Lawrence hjá Stoke í leiknum í gær. Reuters

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Patrick Vieira, franska miðjumanninn hjá Manchester City, eftir að hafa skoðað upptöku af broti hans í leik liðsins gegn Stoke City í úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Vieira féll eftir návígi við Glenn Whelan, leikmann Stoke, og sparkaði þá á eftir honum. Alan Wiley ræddi við Vieira eftir atvikið en refsaði honum ekki.

Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, krafðist þess eftir leikinn að atvikið yrði skoðað, jafnræðis yrði gætt þar sem hans maður, Robert Huth, hefði farið í þriggja leikja bann eftir áþekka uppákomu fyrr í vetur.

Vieira hefur fengið frest til morguns til að svara fyrir sig og á að mæta á fund aganefndarinnar á föstudag.

Vieira er nýkominn aftur til Englands eftir dvöl á Ítalíu. Þegar hann lék með Arsenal fékk hann að líta rauða spjaldið 10 sinnum á níu árum, og var sýnt gula spjaldið 100 sinnum. Hann fékk gula spjaldið í leiknum í gærkvöld, áður en að þessum samskiptum við Whelan kom.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert