Theo Walcott, kantmaður Arsenal, var ekki valinn í enska 21-árs landsliðið í knattspyrnu sem mætir Grikkjum í mikilvægum Evrópuleik í næstu viku. Það bendir til þess að hann verði kallaður á ný inní A-landslið Englands sem mætir Egyptalandi í vináttulandsleik sama dag.
Leikur Englands og Grikklands er uppgjör tveggja efstu liðanna í riðli 21-árs liðanna en Grikkir eru þar efstir með 13 stig og Englendingar eru með 11 stig.
Walcott hefur ekki spilað með A-landsliðinu á þessu tímabili, enda verið mikið frá vegna meiðsla, en hefur hinsvegar leikið með 21-árs liðinu sem er taplaust, hefur unnið þrjá leiki og gert tvö jafntefli í Evrópukeppninni.
Athygli vekur að margir leikmanna í enska 21-árs landsliðinu eru leikmenn úrvalsdeildarliða en í láni hjá lægra skrifuðum liðum. Hópurinn er þannig skipaður:
Fielding (Blackburn/Rochdale), Loach (Watford), McCarthy (Reading/Yeovil), Bertrand (Chelsea/Reading), Mancienne (Chelsea/Wolves), Naughton (Tottenham/Middlesbrough), Richards (Manchester City), Smalling (Fulham), Tomkins (West Ham), K. Walker (Tottenham), Cleverley (Manchester United/Watford), Cork (Chelsea/Burnley), Delph (Aston Villa), Wilshere (Arsenal/Bolton), Muamba (Bolton), Gosling (Everton), Lansbury (Arsenal/Watford), Moses (Wigan), Cattermole (Sunderland), Rodwell (Everton), Carroll (Newcastle), Delfouneso (Aston Villa), Sturridge (Chelsea), Welbeck (Manchester United/Preston).