Terry og Bridge mætast á morgun

John Terry fyrirliði Chelsea.
John Terry fyrirliði Chelsea. Reuters

Chelsea og Manchester City mætast í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í hádeginu á morgun. Chelsea getur endurheimt fjögurra stiga forskot í toppsætinu en leiksins er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu því John Terry og Wayne Bridge munu mætast á vellinum.

Búist hafði verið við að Roberto Mancini myndi gefa Bridge frá leiknum eftir allt sem á undan er gengið en upplýst var fyrir nokkru síðan að Terry væri í ástarsambandi við fyrrum unnustu Bridge og í gær ákvað Bridge að gefa ekki kost á sér í enska landsliðið.

En Mancini tilkynnti í dag að Bridge yrði með á Stamford Bridge og menn bíða spenntir eftir að sjá hvort þeir Terry og Bridge takist í hendur fyrir leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert