Arsenal bar sigurorð af Stoke, 3:1, en liðin áttust við á Britannia vellinum í Stoke í kvöld. Arsenal er áfram í þriðja sæti deildarinnar en er nú aðeins tveimur stigum á eftir Manchester United og þremur stigum á eftir toppliði Chelsea.
90. Leik lokið. Arsenal leggur Stoke að velli, 3:1.
87. MARK!! Cesc Fabregas er búinn að koma Arsenal yfir. Fyrirliðinn skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Pugh fyrir að handleika knöttinn innan teigs.
84. Eduardo, sem var nýkominn inná, skaut framhjá úr afar góðu færi. Þetta er líklega besta færi Arsenal í leiknum.
90+4 MARK!! Belginn Thomas Vermaelen er að tryggja Arsenal sigur en hann var að skora þriðja markið af stuttu færi.
65. RAUTT spjald!! Ryan Shawcross er rekinn af velli fyrir brot á Aaron Ramseay sem er líklega fótbrotinn eftir tæklingu Shawcross. Leikmenn beggja liða eru í miklu áfalli og minnir atvikið um margt þegar Eduardo tvífótbrotnaði í leik með Arsenal fyrir tæpum tveimur árum.
58. Thomas Sörensen markvörður Stoke ver glæsilega þrumuskot frá Eboue rétt utan vítateigs.
32.MARK!! Arsenal hefur jafnaði metin. Daninn Nicklas Bendtner skoraði með leglegri kollspyrnu.
8. MARK!! Stoke er komið yfir og enn og aftur kemur markið eftir langt innkast frá Rory Delap. Ryan Showcross nikkaði boltanum á fjærstöngina og þar kom Danny Pugh og skallaði í netið af stuttu færi.