Rooney hetja United - Torres tryggði Liverpool sigur

Nemanja Vidic brýtur hér á Gabriel Agbonlahor innan vítateigs.
Nemanja Vidic brýtur hér á Gabriel Agbonlahor innan vítateigs. Reuters

Manchester United vann ensku deildabikarkeppnina í fjórða sinn og annað árið í röð þegar liðið bar sigurorð af Aston Villa, 2:1, á Wembley í dag. Wayne Rooney skoraði sigurmark United með skalla en hann kom inná fyrir hinn markaskorarann, Michael Owen undir lok í fyrri hálfleiks.

Í ensku úrvalsdeildinni hafði Liverpool betur á móti Blackburn, 2:1, þar sem Steven Gerrard og Fernando Torres gerðu mörk Liverpool.

Textalýsing frá leik Manchester United og Aston Villa:

90. Leik lokið, 2:1 fyrir Manchester United 

77. Rooney er hársbreidd frá því að skora aftur en kollspyrna hans fór í innanverða stöngina. 

73. MARK!! Hver annar er Wayne Rooney er búinn að koma United yfir. Rooney skoraði með laglegu skallamarki eftir sendingu frá Antonio Valencia og hefur nú skorað 28 mörk á tímabilinu. 

48. Brad Friedel markvörður ver stórglæsilega skot frá Michael Carrick.

 44. United í stórsókn sem lauk með skoti frá Park í innanverða stöngina. 

42. Michael Owen verður að hætta leik vegna meiðsla og Wayne nokkur Rooney er kominn inná. Rooney hefur skorað 27 mörk á leiktíðinni og ekki er ólíklegt að hann skori á Wembley í dag.

12. MARK!! Michael Owen jafnar metin fyrir United með hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínu.

4. MARK!! James Milner kemur Aston Villa yfir gegn Manchester United á Wembley. Milner skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem réttilega var dæmd á Nemanja Vidic þegar hann felldi Gabriel Agbonlahor innan vítateigs.

Liverpool - Blackburn, 2:1

Leik lokið með sigri Liverpool, 2:1. 

44. Fernando Torres var ekki lengi að svara fyrir Liverpool. Spánverjinn skoraði af stuttu færi. 

40. Keith Andrews er búinn að jafna metin fyrir Blackburn með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Jamie Carragher fyrir að handleika boltann innan teigs.

20. Steven Gerrard skoraði fyrir Liverpool með góðu skoti úr vítateignum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert