Ferguson: Arsenal komið aftur inn í myndina

Alex Ferguson með bikarinn sem hans menn unnu á Wembley …
Alex Ferguson með bikarinn sem hans menn unnu á Wembley í gær. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að Arsenal sé búið að blanda sér aftur að alvöru í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn.

,,Arsenal er aftur komið inn í myndina eftir úrslit helgarinnar. Það á auðveldasta prógrammið á pappírunum og það stefnir í mjög áhugaverða baráttu um titilinn,“ segir Ferguson.

Chelsea trónir í toppsætinu með 61 stig, Manchester United hefur 60 og Arsenal er í þriðja sætinu með 59 stig en Arsenal varð síðast Englandsmeistari árið 2005. Síðan þá hafa Chelsea og Manchester United skipt titlinum á milli sín en United er meistari síðustu þriggja ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert