Hermann kominn á Wembley

Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Reuters

Hermann Hreiðarsson og félgar hans í Portsmouth tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum í enska bikarnum er liðið lagði Birmingham 2:0. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Leiknum er lokið með 2:0 sigri Portsmouth sem þar með er komið í undanúrslit bikarsins, en undanúrslitaleikirnir eru leiknir á Wembley. Þessi lið mætast á þriðjudaginn á nýjan leik, þá í deildinni.

2:0 (70.) Frakkinn gerði sitt annað mark og var það fallegra en það fyrra. Hann fékk langa sendingu fram, fór illa með varnarmann gestanna og skoraði með góðu skoti hægra megin úr teignum.

1:0 (67.)  Frederic Piquionne skorar fyrir heimamenn. Eftir mikinn atgang við mark Birmingham datt boltinn fyrir fætur hans og Frakkinn ýtti boltanum yfir marklínuna.

Það hefur afskaplega fátt markvert gerst í fyrri hálfleik og liðin fara því til búningsherbergja án þess að hafa skorað mark.

David James er í marki Portsmouth.
David James er í marki Portsmouth. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka