Framkoma Gerrards skoðuð

Steven Gerrard, annar frá hægri, fylgist með Maynor Figueroa og …
Steven Gerrard, annar frá hægri, fylgist með Maynor Figueroa og Titus Bramble kljást við Maxi Rodriguez í leiknum í gærkvöld. Reuters

Enska knattspyrnusambandið mun taka til skoðunar hvort Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins og Liverpool, hafi sýnt dómarnum Andre Marriner óvirðingu í leik Wigan og Liverpool í gærkvöld.

Gerrard fékk gula spjaldið 10 mínútum fyrir leikslok eftir að hafa brotið harkalega á James McCarthy. Sjónvarpsupptökur sýna að Gerrard gaf bendingar í áttina til Marriners dómara og vandaði honum greinilega ekki kveðjurnar. Marriner sá ekki til fyrirliðans.

Wigan vann leikinn, 1:0, og setti þar verulegan strik í reikninginn í baráttu Liverpool um fjórða sæti úrvalsdeildarinnar og keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert