Wenger vill mæta United eða Chelsea

Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger.
Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal vonast til að mæta Manchester United eða Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Wenger sá sína menn kjöldraga Porto á Emirates í kvöld.

,,Kannski er bara gott fyrir okkur að mæta næst ensku liði. Okkur hefur ekki gengið vel með Chelsea á tímabilinu og heldur ekki Manchester United svo það yrði gott tækifæri að sýna hvað við getum gert á móti þeim,“ sagði Wenger við Sky Sports eftir leikinn við Porto í kvöld.

,,Ég er auðvitað ánægður með frammistöðu liðsins. Liðið spilaði fyrri hálfleikinn frábærlega. Það var smá hik á okkur í 10-15 mínútur í seinni hálfleik en eftir að Nasri skoraði þriðja markið voru úrslitin ráðin,“ sagði Wenger.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert