Tottenham styrkti stöðu sína í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3:1 sigri gegn Blackburn á White Hart Lane í dag. Eiður Smári Guðjohnsen lék fimm síðustu mínúturnar fyrir Tottenham en hann leysti Luka Modric af hólmi á miðjunni.
Roman Pavlyuchenko hélt uppteknum hætti en rússneski framherjinn skoraði tvö marka Tottenham en Jermain Defoe kom Lundúnaliðinu á bragðið þegar hann skoraði fyrsta markið. Christopher Samba skoraði mark Blackburn og minnkaði muninn í eitt áður en Pavlyuchenko innsiglaði sigur Tottenham
Tottenham hefur nú 52 stig í fjórða sætinu, er þremur stigum á undan Manchester City.